Straumur, sala fasteignar
Straumur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1804
25. apríl, 2018
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 20.apríl sl. Lagt fram kauptilboð í Straum.
Bæjaráð samþykkir framlagt kauptilboð með fjórum atkvæðum og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja sölu á Straumi, fastanr. 308-1150, í samræmi við framlagt kauptilboð. Einn greiðir atkvæði á móti.
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir fulltrúi Vinstri Grænna og Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir og fulltrúi Samfylkingar Adda María Jóhannsdóttir telja það vera mikil mistök að selja Straum. Húsið sjálft á sér mjög merka sögu. Húsið er teiknað af Guðjóni Samúelsyni og hefur hýst margskonar menningarstarfsemi eftir að búskap var hætt á jörðinni. Reknar hafa verið þar vinnustofur og sýningarrými fyrir myndlistarmenn og einnig hefur verið í húsinu aðstaða til þess að taka á móti erlendum listamönnum. Það verður mikill missir af Straumi og mikil vonbrigði að ákveðið hafi verið að selja eignina í stað þess að byggja upp menningartengda starfsemi í húsinu.
Svar

Til máls tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur Kristinn Andersen. Elva Dögg svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Kristinn Andersen. Elva Dögg svarar andsvari öðru sinni. Til andsvars kemur Unnur Lára Bryde. Elva Dögg svarar andsvari.

Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Guðlaugar Svölu Steinunnar Kristjánsdóttur og Einars Birkis Einarssonar sölu á Straumi, í samræmi við fyrirliggjandi kauptilboð. Gunnar Axel Axelsson situr hjá og þær Eva Lín Vilhjálmsdóttir, Adda María Jóhannsdóttir og Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir greiða atkvæði á móti.

2. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn.

Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd sín, Evu Lín Vilhjálmsdóttur og Öddu Maríu Jóhannsdóttur:

"Fulltrúi Vinstri grænna Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir og fulltrúar Samfylkingar Adda María Jóhannsdóttir og Eva Lín Vilhjálmsdóttir harma að Straumur hafi verið seldur hæstbjóðanda.
Húsið sjálft á sér mjög merka sögu. Húsið er teiknað af Guðjóni Samúelsyni og hefur hýst margskonar menningarstarfsemi eftir að búskap var hætt á jörðinni. Reknar hafa verið þar vinnustofur og sýningarrými fyrir myndlistarmenn og einnig hefur verið í húsinu aðstaða til þess að taka á móti erlendum listamönnum. Það verður mikill missir af Straumi og mikil vonbrigði að ákveðið hafi verið að selja eignina í stað þess að byggja upp menningartengda starfsemi í húsinu. Lagt er til að andvirði sölunnar renni til menningartengdrar starfsemi."

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 123175 → skrá.is
Hnitnúmer: 10092081