Flatahraun, gatnamót, deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1822
6. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.febrúar sl. Tekin fyrir tillaga að breyttu deiliskipulagi gatnamóta Flatahrauns og Álfaskeiðs samanber uppdrátt Eflu verkfræðistofu dags jan. 2019. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 23.10.2018, að unnið yrði að deiliskipulagsbreytingu byggða á kynntum tillögum.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 1.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að hún staðfesti framangreinda samþykkt.
Svar

Til mál stekur Ólafur Ingi Tómasson.

Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar andsvari. Þá kemur Ólafur Ingi til andsvars við ræðu Öddu Maríu. Adda María svarar andsvari. Ólafur Ingi kemur til andsvars öðru sinni. Adda María svarar andsvari öðru sinni.

Næst tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Guðlaug Kristjánsdottir svarar andsvari. Einnig kemur til andsvars Adda María Jóhannsdóttir.

Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi. Friðþjófur Helgi svarar andsvari. Næst til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Friðþjófur Helgi svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ágúst Bjarni.

Næst tekur til máls Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir. Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari. Adda María svarar andsvari.

Þá tekur til máls Kristín Thoroddsen. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars. Einnig kemur til andsvars Adda María Jóhannsdóttir. Sigurður Þ. Ragnarsson kemur einnig til andsvars við ræðu Kristínar. Kristín svarar andsvari.

Til máls tekur Jón Ingi Hákonarsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Jón Ingi svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ágúst Bjarni og Jón Ingi svarar andsvari öðru sinni. Einnig til andsvars við ræðu Jóns Inga kemur Ólafur Ingi Tomasson. Jón Ingi svarar andsvari. Ólafur Ingi kemur til andsvars öðru sinni. Guðlaug Kristjánsdóttir kemur því næst til andsvars við ræðu Jóns Inga.

Næst gengið til atkvæða og samþykkir bæjarstjórn með sjö atkvæðum að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliksipulagi. Kristín María Thoroddsen greiddi atkvæði á móti tillögunni og þau Friðþjófur Helgi Karlsson, Adda María Jóhannsdóttir og Jón Ingi Hákonarsons sátu hjá.