Hrauntunga 1, umsókn um deiliskipulagsbreytingu
Hrauntunga 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 664
4. desember, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju umsókn Óskars Gunnarssonar dags. 28.02.2018 um breytingu á deiliskipulagi v/byggingu bílskýlis utan núverandi byggingarreits. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum að heimila umsækjanda að fara í breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað og málsmeðferð verði í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hér er um óverulega breytingu á núverandi nýtingu lóðar að ræða. Breytingin var grenndarkynnt 21.5.-18.6.2018. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna er nær til lóðarinnar við Hrauntungu 1 og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120980 → skrá.is
Hnitnúmer: 10033340