Stytting vinnuvikunnar, erindi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3518
9. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
14.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 10.apríl sl. Lagt fram bréf hluta starfsmanna skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustu varðandi styttingu vinnuvikunnar.
Erindinu vísað til bæjarráðs.
Svar

Bæjarráð hefur skilning og tekur undir það sem fram kemur í bréfi því sem hluti starfsmanna skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustu sendi fræðsluráði varðandi styttingu vinnuvikunnar. Ljóst er að beiðnin fellur vel að stefnu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um fjölskylduvænar áherslur. Stytting vinnuvikunnar hefur verið og er eitt af megin viðfangsefnum í gerð kjarasamninga og af þeirri ástæðu er afgreiðslu frestað þar til niðurstaða kjarasamninga opinberra starfsmanna liggur fyrir.