Bæjarráð hefur skilning og tekur undir það sem fram kemur í bréfi því sem hluti starfsmanna skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustu sendi fræðsluráði varðandi styttingu vinnuvikunnar. Ljóst er að beiðnin fellur vel að stefnu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um fjölskylduvænar áherslur. Stytting vinnuvikunnar hefur verið og er eitt af megin viðfangsefnum í gerð kjarasamninga og af þeirri ástæðu er afgreiðslu frestað þar til niðurstaða kjarasamninga opinberra starfsmanna liggur fyrir.