Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2017, síðari umræða
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1804
25. apríl, 2018
Annað
‹ 12
13
Fyrirspurn
Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tekur Haraldur L. Haraldsson.
Næst til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Einnig tekur til máls tekur Gunnar Axel Axelsson.
Forseti ber upp tillögu um að vísa ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar og er tillagan samþykkt samhljóða.
Fundarhlé kl. 19:42.
Fundi framhaldið kl. 20:08.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
"Það er jákvætt að afkoma Hafnarfjarðarbæjar styrkist á milli ára eins og reyndin er hjá öðrum sveitarfélögum á Íslandi en bætt niðurstaða í rekstri Hafnarfjarðarbæjar byggir ekki síst á því að skatttekjur reyndust 1184 milljónum krónum meiri en upphafleg fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir. Framlög úr Jöfnunarsjóði reyndust sömuleiðis ríflega 400 milljónum umfram samþykkta fjárhagsáætlun. Ef borin er saman upphafleg fjárhagsáætlun ársins og rekstrarniðurstaða eins og hún birtist í ársreikningi blasir við að skatttekjur og tekjur frá jöfnunarsjóði reyndust yfir 1600 milljónum meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Betri afkoma byggir því fyrst og fremst á því að skattheimta hefur aukist hlutfallslega meira en sem nemur vexti gjalda og þar munar mestu um auknar útsvarsgreiðslur og fasteignaskatta sem bæjarbúar hafa greitt umfram það sem áætlað var. Árangurinn endurspeglar sömuleiðis þá stefnu sem núverandi meirihluti hefur rekið síðustu ár og birtist meðal annars í því að sveitarfélagið hefur dregist aftur úr öðrum sveitarfélögum þegar kemur að þjónustu við foreldra ungra barna, að rekstri leikskóla, að kaupum á félagslegu húsnæði og á aðgerðarleysi meirihlutans við húsnæðisvanda bæði ungra hafnfirðinga og eldri. Það er ánægjulegt að skuldaviðmiðið lækki en það er rétt að undirstrika að hlutfallið lækkar ekki vegna lægri skulda heldur vegna þess að tekjur sveitarfélagsins hafa aukist eins og áður segir. Mikilvægt er að lækkun skulda verði sett í forgang næstu ár en fyrirliggjandi fjárhagsáætlanir núverandi meirihluta gefa því miður ekki von slíkt."
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og þau Einar Birkir Einarsson og Guðlaug Kristjánsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:
"Meirihlutinn fagnar þeim frábæra árangri sem náðst hefur í að bæta fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar undanfarið og á kjörtímabilinu öllu. Starfsfólki bæjarins er þakkað samstarfið og ómetanlegt framlag við að ná þessum árangri.
Nú er bjart framundan í Hafnarfirði."
Svar

Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

2. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Guðlaug tekur við fundarstjórn á ný.

Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir.

Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn.

Guðlaug Kristjánsdóttir kemur upp í andsvar.

Guðlaug Kristjánsdóttir víkur af fundi kl. 20:27.

Til máls tekur Einar Birkir Einarsson.

Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson.

Forseti ber fyrirliggjandi ársreikning upp til atkvæða og er ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans fyrir árið 2017 samþykktur samhljóða með 10 atkvæðum.

Rósu Guðbjartsdóttir kemur að svihljóðandi bókun fyrir hönd fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugar Svölu Steinunnar Kristjánsdóttur og Einars Birkis Einarssonar:

"Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2017 er enn ein staðfestingin á þeim árangri sem hefur náðst í að styrkja fjárhag og rekstur bæjarins á undanförnum árum. Rekstrarafgangur A- og B-hluta var yfir 1,3 milljarðar króna og veltufé frá rekstri var yfir 3,6 milljarðar, sem samsvarar 14,4% af rekstrartekjum. Annað árið í röð þurfti bæjarsjóður ekki að taka ný lán. Framkvæmdir við nýjan grunn-, leik- og tónlistarskóla í Skarðshlíð, nýtt húsnæði til æfinga og kennslu á Ásvöllum og nýtt hjúkrunarheimili við Sólvang, eru öll dæmi um verkefni sem fjármögnuð eru fyrir eigið fé en ekki með lántöku. Á sama tíma hafa skuldir verið greiddar niður og gjöldum verið stillt í hóf eða lækkuð. Bættur rekstur og stjórn fjármála Hafnarfjarðarbæjar sýnir að unnt er, allt í senn, að lækka skuldir, lækka álögur og auka þjónustu. Starfsfólk bæjarins á þakkir skildar fyrir samstarfið að þessum árangri, sem skilar aukinni hagsæld til íbúa og fyrirtækja fyrir komandi ár.
Það er mikilvægt að nýta tækifærin og þau hagstæðu skilyrði sem nú eru fyrir hendi í Hafnarfirði og halda áfram á sömu braut við stjórnun bæjarins á komandi árum; braut agaðrar stjórnunar og uppbyggingar með skilvirkni og hátt þjónustustig að leiðarljósi."

Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:

"Það er jákvætt að afkoma Hafnarfjarðarbæjar styrkist á milli ára eins og reyndin er hjá öðrum sveitarfélögum á Íslandi. Bætt niðurstaða í rekstri Hafnarfjarðarbæjar byggir ekki síst á því að skatttekjur reyndust 1184 milljónum krónum meiri en upphafleg fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir. Framlög úr Jöfnunarsjóði reyndust sömuleiðis ríflega 400 milljónum umfram samþykkta fjárhagsáætlun. Ef borin er saman upphafleg fjárhagsáætlun ársins og rekstrarniðurstaða eins og hún birtist í ársreikningi blasir við að skatttekjur og tekjur frá jöfnunarsjóði reyndust yfir 1600 milljónum meiri en gert hafði verið ráð fyrir.

Betri afkoma byggir því fyrst og fremst á því að skattheimta hefur aukist hlutfallslega meira en sem nemur vexti gjalda og þar munar mestu um auknar útsvarsgreiðslur og fasteignaskatta sem bæjarbúar hafa greitt umfram það sem áætlað var.
Árangurinn endurspeglar sömuleiðis þá stefnu sem núverandi meirihluti hefur rekið síðustu ár og birtist meðal annars í því að sveitarfélagið hefur dregist aftur úr öðrum sveitarfélögum þegar kemur að þjónustu við foreldra ungra barna, rekstri leikskóla, kaupum á félagslegu húsnæði og aðgerðarleysi í húsnæðismálum.
Það er einnig ánægjulegt að skuldaviðmið lækki en rétt er að undirstrika að hlutfallið lækkar ekki vegna lægri skulda heldur vegna þess að tekjur sveitarfélagsins hafa aukist eins og áður var vikið að. Mikilvægt er að lækkun skulda verði sett í forgang næstu ár en fyrirliggjandi fjárhagsáætlanir núverandi meirihluta gefa því miður ekki von slíkt.

Okkur finnst mikilvægt í þessu samhengi að benda á mikilvægan þátt bæjarfulltrúa fyrri meirihluta sem stóðu sig gríðarlega vel í að rétta af rekstur bæjarins við gríðarlega erfiðar aðstæður á árunum eftir hrun."