Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2017, síðari umræða
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1803
11. apríl, 2018
Annað
‹ 16
17
Fyrirspurn
Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Haraldur L. Haraldsson.

Næst til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Einnig tekur til máls tekur Gunnar Axel Axelsson.

Forseti ber upp tillögu um að vísa ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar og er tillagan samþykkt samhljóða.

Fundarhlé kl. 19:42.

Fundi framhaldið kl. 20:08.

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:

"Það er jákvætt að afkoma Hafnarfjarðarbæjar styrkist á milli ára eins og reyndin er hjá öðrum sveitarfélögum á Íslandi en bætt niðurstaða í rekstri Hafnarfjarðarbæjar byggir ekki síst á því að skatttekjur reyndust 1184 milljónum krónum meiri en upphafleg fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir. Framlög úr Jöfnunarsjóði reyndust sömuleiðis ríflega 400 milljónum umfram samþykkta fjárhagsáætlun. Ef borin er saman upphafleg fjárhagsáætlun ársins og rekstrarniðurstaða eins og hún birtist í ársreikningi blasir við að skatttekjur og tekjur frá jöfnunarsjóði reyndust yfir 1600 milljónum meiri en gert hafði verið ráð fyrir.
Betri afkoma byggir því fyrst og fremst á því að skattheimta hefur aukist hlutfallslega meira en sem nemur vexti gjalda og þar munar mestu um auknar útsvarsgreiðslur og fasteignaskatta sem bæjarbúar hafa greitt umfram það sem áætlað var.
Árangurinn endurspeglar sömuleiðis þá stefnu sem núverandi meirihluti hefur rekið síðustu ár og birtist meðal annars í því að sveitarfélagið hefur dregist aftur úr öðrum sveitarfélögum þegar kemur að þjónustu við foreldra ungra barna, að rekstri leikskóla, að kaupum á félagslegu húsnæði og á aðgerðarleysi meirihlutans við húsnæðisvanda bæði ungra hafnfirðinga og eldri.
Það er ánægjulegt að skuldaviðmiðið lækki en það er rétt að undirstrika að hlutfallið lækkar ekki vegna lægri skulda heldur vegna þess að tekjur sveitarfélagsins hafa aukist eins og áður segir. Mikilvægt er að lækkun skulda verði sett í forgang næstu ár en fyrirliggjandi fjárhagsáætlanir núverandi meirihluta gefa því miður ekki von slíkt."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og þau Einar Birkir Einarsson og Guðlaug Kristjánsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:

"Meirihlutinn fagnar þeim frábæra árangri sem náðst hefur í að bæta fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar undanfarið og á kjörtímabilinu öllu. Starfsfólki bæjarins er þakkað samstarfið og ómetanlegt framlag við að ná þessum árangri.

Nú er bjart framundan í Hafnarfirði."


Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    "Meirihlutinn fagnar þeim frábæra árangri sem náðst hefur í að bæta fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar undanfarið og á kjörtímabilinu öllu. Starfsfólki bæjarins er þakkað samstarfið og ómetanlegt framlag við að ná þessum árangri.