Bæjarráð vísar ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fulltrúar Samfylkingar sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Fundarhlé gert kl. 17:38.
Fundi fram haldið kl. 17:48.
Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar minnihlutans gera athugasemdir við vinnubrögð sem hér eru viðhöfð í tengslum við umfjöllun og afgreiðslu ársreiknings og mótmæla því að svo mikilvægt mál hljóti flýtimeðferð.
Það er enn og aftur ljóst að fulltrúar minnihlutans eiga ekki að fá sama aðgang að gögnum eða tíma til undirbúnings og fulltrúar meirihlutans. Við ítrekum þá skoðun okkar hversu ólýðræðisleg slík vinnubrögð eru.
Við teljum jafnframt ástæðu til að minna á að fyrr á kjörtímabilinu sá Innanríkisráðuneytið ástæðu til að leiðbeina sveitarfélaginu sérstaklega um verklagsreglur við boðun funda og afhendingu gagna. Það er dapurlegt að forsvarsmenn sveitarfélagsins fari ekki eftir þeim leiðbeiningum eða taki til sín þá gagnrýni sem í þeim fólst.