Ósk um niðurfellingu á fasteignaskatti og lóðarleigu vegna Kaplakrika 121342 (Dvergurinn)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1809
22. ágúst, 2018
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.ágúst sl. Lögð fram beiðni frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar um niðurfellingu fasteignaskatts og lóðarleigu af fasteigninni Kaplakriki 121342 (Dvergurinn) sem er í eigu FH Knatthúsa ehf.
Kristinn Andersen tók aftur sæti á fundinum.
Með vísan til reglna um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka frá 5. desember 2012, samstarfssamnings ÍBH og Hafnarfjarðar frá 2008 og fyrirliggjandi minnisblaðs, samþykkir bæjarráð erindi frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar um niðurfellingu fasteignaskatts og lóðarleigu af fasteigninni Kaplakriki 121342 (Dvergurinn) sem er í eigu FH Knatthúsa ehf. og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 10 atkvæðum. Guðlaug Kristjánsdóttir situr hjá við atkvæðagreiðslu.

Adda María Jóhannsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu.