Guðlaug Kristánsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óskað bókað:
Bæjarráðsfulltrúar minnihlutans gagnrýna það harðlega að erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 20. apríl sl. sé lagt fyrir hér á þessum fundi án þess að fyrir liggi nein drög að svari til ráðuneytisins. Ástæða er til að benda á að eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins er lögum samkvæmt í höndum bæjarráðs og eðlilegt í ljósi aðstæðna að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði bregðist strax við og veiti ráðuneytinu umbeðnar upplýsingar, án frekari tafa.
Adda María Jóhannsdóttir
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir
Gunnar Axel Axelsson
Formaður bæjarráðs vekur athygli á að með vísan til 5. gr. í erindisbréfi forsetanefndar er málið til umfjöllunar þar og í eðlilegum farvegi.
Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska eftir að fundargerð þessa fundar verði send samgöngu - og sveitastjórnarráðuneytinu í kjölfar þessa fundar.