Nú framsýn menntun, þjónustusamningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3498
12. júlí, 2018
Annað
Fyrirspurn
17.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 26.júní sl. Lagt fram bréf frá Framsýn menntun um aukið nemendafjölda fyrir skólaári 2018-2019 þ.e. úr 45 í 50 nemendur.
Fræðsluráð felur fræðslustjóra að vinna að breytingum á samningi við Nú, Framsýn miðað við ákvörðun ráðsins og vísa til bæjarráðs til samþykktar.
Svar

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir afgreiðslu fræðsluráðs um fjölgun á nemendum við grunnskólann NÚ úr 45 í 50 nemendur og að þjónustusamningi Hafnarfjarðarbæjar við Framsýn menntun ehf., sem samþykktur var í bæjarstjórn þann 23. maí sl., verði breytt í samræmi við samþykkta fjölgun nemenda.

Adda María Jóhannsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Samfylkingar óskar bókað:
Á fundi bæjarstjórnar þann 23. maí sl. studdu fulltrúar Samfylkingar ekki endurnýjun ótímabundins samnings við Framsýn menntun sem festir greiðslu skólagjalda í sessi. Samkvæmt samningnum er skólanum heimilt að innheimta skólagjöld sem jafngilda um 200 þúsund krónum á ári á hvern nemanda. Það stríðir gegn því grundvallarsjónarmiði jafnaðarfólks að grunnskólinn eigi að vera gjaldfrjáls og opinn öllum börnum óháð efnahag foreldra. Undirrituð situr því hjá við atkvæðagreiðsluna.