Fyrirspurn
Helgi Númason og eigendur af Hnoðravöllum 8-10 leggja inn teikningar af timburgirðingu og steypuvegg á lóð.
Steyptir veggir á lóðamörkum við Hnoðravellir eru 1,5 m háir til ð tryggja næði fyrir íbúa í frekar grunnum forgörðum sem opnast inn í stofu.
Timburgirðingar á bakhlið lóðar eru 1.7m háir frá lóð, en á bilinu 2.4m upp í 2.6m frá gangstétt. Þessi hæð tryggir næði í bakgörðum húsanna og skýlir frá umferð um Hvannavelli sem er aðalumferðaræð inn í hverfið og þá sérstaklega strætisvögnum, timburgirðingarnar eru örlítið lægri en girðingar sem eru nærliggjandi lóðar.
Teikningar unnar af Kára Eiríkssyni dagsettar 23.4.2018