Hamraneslína, bráðabirgðaflutningur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 665
6. desember, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram á ný eftir að athugasemdafresti lauk þann 4.12. s.l. breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er varðar færslu á háspennulínu við Hamranes. Erindið var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þann 19.09.s.l. með eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 19.9.2018 að endurauglýsa framlagða tillögu, dags. 8.8.2018/lagf. 13.9.2018, að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, er varðar færslu á háspennulínu við Hamranes og að málsmeðferð verði í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Frestur til að skila inn athugasemdum var til 4.12.2018. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 8.8.2018/lagf. 13.9.2018 er varðar færslu á háspennulínu við Hamranes. Jafnframt samþykkir skipulags- og byggingarráð að málinu verði lokið í samræmi við 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar með eftirfarandi tillögu til bókunar:

Bæjarstjórn samþykkir framlagða breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 8.8.2018/lagf. 13.9.2018 er varðar færslu á háspennulínu við Hamranes og að málinu verði lokið í samræmi við 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.