Hamraneslína, bráðabirgðaflutningur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1811
19. september, 2018
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.september Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar mótt. 11.09.2018 vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Jafnframt lögð fram lagfærð breyting m.t.t. bréfs skipulagsstofnunar og með vísan til 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 08.08.2018 er varðar færslu á háspennulínu við Hamranes. Skipulagslýsing dags. 22. maí 2018 var samþykkt 10.07.2018 í skipulags- og byggingarráði.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða lagfærða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 08.08.2018. Jafnframt er samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.
Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða leiðrétta tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 13.09.2018 og að málsmeðferð verði í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.
Svar

Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar andsvari.

Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Ágúst Bjarni svarar andsvari.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða leiðrétta tillögu með 10 atkvæðum að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 13.09.2018 og að málsmeðferð verði í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Adda María situr hjá við atkvæðagreiðsluna.