Hamraneslína, bráðabirgðaflutningur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1806
23. maí, 2018
Annað
Fyrirspurn
1. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs 22. maí sl. Tekin til umræðu á ný breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna færslu á háspennulínu við Hamranes. Lögð fram skipulagslýsing dags. 22. maí 2018. Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða skipulagslýsingu dags. 22.05.2018 með vísan til 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. og 2. mgr. 30 gr. sömu laga. Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipulagalýsinguna á grundvelli ofangreindra lagaákvæða.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 10 atkvæðum og samþykkir fyrirliggjandi skipulagslýsingu á grundvelli tilvísaðra lagaákvæða. Kristinn Andersen var fjarverandi við atkvæðagreiðslu og greiddi ekki atkvæði.