Lagt fram minnisblað.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gera alvarlegar athugasemdir við að Hafnarfjarðarbær hafi borgað fyrir opnuviðtal við oddvita Sjálfstæðisflokksins í dagblaði svo stuttu fyrir kosningar. Það er ekki eðlilegt að fjármunir almennings séu notaðir með þessum hætti til að styðja við kosningabaráttu eins stjórnmálaflokks. Slík meðferð á almannafé er fullkomlega óeðlileg og getur ekki talist siðferðislega rétt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka að Fréttablaðið átti frumkvæði að því að Hafnarfjarðarbær tæki þátt í kynningarblaði þess um bæjarfélagið. Óskað var eftir ummælum frá formanni bæjarráðs inn í jákvæða umfjöllun um miðbæinn og blómlega starfsemi, eins og svo oft áður. Ummælin voru almenns eðlis um málefni sem ríkt hefur samstaða um. Að öðru leyti var framsetning efnisins alfarið í höndum Fréttablaðsins eins og kemur fram í meðfylgjandi minnisblaði.