Adda María Jóhannsdóttir leggur fram fyrir hönd fulltrúa Samfylkingar eftirfarandi fyrirspurnir til bæjarstjóra:
Í ljósi umfjöllunar um byggingu nýrra íþróttamannvirkja í Hafnarfirði, m.a. byggingu tveggja nýrra knatthúsa óska bæjarráðfulltrúar Samfylkingarinnar eftir því að bæjarstjóri leggi fyrir ráðið faglega umsögn og skýrar og greinargóðar upplýsingar um fjárhagslegar forsendur þessara verkefna.
1. Hvað er gert ráð fyrir miklu fjármagni til byggingar knatthúss í Kaplakrika í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árin 2018-2021 og hvar í áætlunni þær fjárveitingar er að finna?
2. Hvað er gert ráð fyrir miklu fjármagni til byggingar knatthúss á Ásvöllum í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árin 2018-2021 og hvar í áætlunni þær fjárveitingar er að finna?
3. Miðað við óbreyttar forsendur fyrirliggjandi fjárhagsáætlunar, hvenær má gera ráð fyrir að framkvæmdir við knatthúss á Ásvöllum geti hafist og hvenær má gera ráð fyrir að þeim verði lokið?
4. Hafa fyrrgreind verkefni verið kostnaðarmetin af hálfu Hafnarfjarðarbæjar og ef svo er, hver er áætlaðar heildarkostnaður vegna þessara tveggja framkvæmda?
5. Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2018-2021, er þar gert ráð fyrir fjárveitingu vegna byggingar reiðhallar á íþróttasvæðii Hestamannafélagsins Sörla og ef svo er, hversu há er sú fjárveiting á hvaða árabili er gert ráð fyrir þeim framkvæmdum?
6. Er gert ráð fyrir fjármögnun annarra nýframkvæmda á sviði íþróttamála í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2018-2021 og ef svo er, til hvaða verkefna og hvert er áætlað fjárhagslegt heildarumfang þeirra?
7. Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2018-2021, hvað er gert ráð fyrir miklu fjármagni til viðhalds og stærri endurbóta á núverandi íþróttamannvirkjum í Hafnarfirði, þar með talið til endurbóta (eða endurbyggingar) á sundlaugum bæjarins og hvenær er gert ráð fyrir að þær framkvæmdir muni eiga sér stað?
Í ljósi þess að stutt er í kosningar og mikilvægt er að íbúar bæjarins hafi réttar upplýsingar um þau málefni sem eru til umfjöllunar förum við fram á að bæjarstjóri taki þessar upplýsingar saman svo fljótt sem auðið er verði þær gerðar opinberar í kjölfarið.