Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1872
23. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Kosning í ráð og nefndir til eins árs: Bæjarráð Fjölskylduráð Fræðsluráð Skipulags- og byggingaráð Umhverfis- og framkvæmdaráð Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins Íþrótta- og tómstundanefnd Menningar- og ferðamálanefnd Stjórn Hafnarborgar Stjórn Reykjanesfólkvangs SORPA bs. Stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins Stjórn Strætó bs. Fulltrúaráð SSH Samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu Forsetanefnd
Svar

Lagður fram listi með tillögum um skipan ofangreindra ráða og nefnda. Allar fyrirliggjandi tillögur voru samþykktar samhljóða. Teljast fulltrúarnir því réttkjörnir.

Auk þess eru eftirfarandi breytingar á fulltrúum í nefndum og ráðum:

Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins
Ágúst Bjarni Garðarsson, Brekkuási 5 (B-lista) verði aðalfulltrúi
í stað Sigríðar Kristinsdóttur

Barnaverndarnefnd
Stefán Már Gunnlaugsson, Glitvöllum 19 (S-lista) verði aðalfulltrúi
í stað Matthíasar Freys Matthíassonar

Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis
Sævar Gíslason, Engjavöllum 5b (M-lista) verði aðalfulltrúi
í stað Elínbjargar Ingólfsdóttur

Kjörstjórn vegna alþingis- og sveitarstjórnakosninga
Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Austurgötu 29b (S-lista) verði aðalfulltrúi
í stað Torfa Karls Antonssonar
Guðjón Karl Arnarson, Klettahrauni 15 (S-lista) verði varafulltrúi
í stað Helenu Mjallar Jóhannsdóttur
Margrét G. Karlsdóttir, Suðurgötu 100 (M-lista) verði varaáheyrnarfulltrúi
í stað Elín bjargar Ingólfsdóttur.