Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1882
12. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lagður fram tölvupóstur frá Friðþjófi Helga Karlssyni þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum sínum sem bæjarfulltrúi frá og með 1.janúar 2022
Svar

Bæjarstjórn fellst samhljóða á beiðni Friðþjófs Helga Karlssonar um lausn frá störfum.

Auk þess samþykkir bæjarstjórn samhljóða eftirfarandi breytingar á skipan ráða og nefnda:

Bæjarráð
- Í stað varafulltrúa Friðþjófs Helga Karlssonar tekur sæti Sigrún Sverrisdóttir, Hamrabyggð 9
- Aðalfulltrúi er áfram Adda María Jóhannsdóttir, en breyta þarf heimilisfangi í Vallarbraut 5

Fræðsluráð
- Í stað Sigrúnar Sverrisdóttur tekur sæti Sigríður Ólafsdóttir, Háahvammi 11
(Varamaður verður áfram Steinn Jóhannsson)

Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Í stað aðalfulltrúa Friðþjófs Helga Karlssonar tekur sæti Sigrún Sverrisdóttir, Hamrabyggð 9
- Í stað varafulltrúa Sverris Jörstad Sverrissonar tekur sæti Sigurbjörg Anna Guðnadóttir, Brekkuhvammi 4

Íþrótta- og tómstundanefnd
- Í stað aðalfulltrúa Sigríðar Ólafsdóttur tekur sæti Steinn Jóhannsson, Lindarbergi 84
(Varamaður verður áfram Vilborg Harðardóttir)
Menningar- og ferðamálanefnd
- Leiðrétta þarf heimilisfang aðalfulltrúa Sigurbjargar Önnu Guðnadóttur í Brekkuhvamm 4

Fulltrúaráð SSH
- Í stað Friðþjófs Helga Karlsson kemur Sigrún Sverrisdóttir, Hamrabyggð 9