Hleinafólkvangur, niðurrif reykkofa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 655
28. ágúst, 2018
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju óheimilt niðurrif skúra utan lóðamarka við Herjólfsgöti 32-34 sem eru innan afmarkaðs svæðis Hleina Langeyrarmala sem voru friðlýstir sem fólkvangur árið 2009. Þetta var ákveðið á húsfundi húsfélagsins að Herjólfsgötu 32-34. Markmið friðlýsingar er að vernda búsetulandslag og menningarminjar en um er að ræða gamla reykkofa. Umsögn Umhverfisstofnunnar dags. 22. júní sl. vegna niðurrifs íbúa við Herjólfsgötu nr. 32-34 lögð fram.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að senda íbúum Herjólfsgötu 32-34 áminningu um að aðgerðin var óheimil ásamt umsögn Umhverfisstofnunar.