Bæjarstjórn, starfsumhverfi 2018-2022
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1863
3. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Bókun bæjarstjórnar um árásir og eignaspjöll gagnvart stjórnmálafólki og flokkum.
Svar

Kristinn Andersen las upp svohljóðandi sameiginlega bókun bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fordæmir árásir og eignaspjöll almennt gagnvart stjórnmálafólki og flokkum. Því miður hafa of margir kjörnir fulltrúar áður fengið hótanir vegna starfa sinna. Allt slíkt ofbeldi er aðför að okkar frjálsa, lýðræðislega samfélagi og með öllu óásættanlegt. Gæta verður hófs í umræðu um kjörna fulltrúa og virða friðhelgi einkalífs. Við viljum ekki samfélag þar sem fólk sem helgar sig samfélagsmálum þarf að óttast um öryggi sitt og sinna nánustu