Skipulags- og byggingarráð þakkar Kristínu Thoroddsen fyrir kynninguna og starfhóp um uppbyggingu á hafnarsvæði fyrir vel unnin störf.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu rammaskipulags Flensborgarhafnar- og Óseyrarsvæðis, dags. 23. janúar, og að hún hljóti meðferð sem rammahluti aðalskipulags við endurskoðun aðalskipulags 2020, í samræmi við 4.mgr. 28.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulags- og byggingarráð leggur til að samþykkt rammaskipulag Flensborgarahafnar- og Óseyrarsvæðis verði kynnt á íbúafundi.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir jafnframt tillögu að heiti svæða innan rammaskipulagsins.
Tillaga að rammaskipulagi Flensborgarhafnar- og Óseyrarsvæðis og tillaga að heiti svæða innan þess er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Fulltrúi Viðreisnar tekur undir þakkir fyrir vandaða vinnu og telur æskilegt að við framtíðar deiliskipulagsvinnu verði bílakjallarar fyrir íbúðarhúsnæði valkvæðir fremur en skylda.
Nú þarf að kostnaðarmeta væntanlegar framkvæmdir Hafnarfjarðarbæjar og Hafnarfjarðarhafna á sameiginlegum svæðum og forgangsraða þeim þannig að svæðið verði sem fyrst til fyrirmyndar hvað varðar aðgengi gangandi og hjólandi.