Verklagsreglur um skólavist hafnfirskra grunnskólabarna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1833
2. október, 2019
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 25.september sl. Minnisblað og tillögur sviðsins um breytingar á skólavistarreglum fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar.
Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi drög um uppfærðar verklagsreglur um skólavist hafnfirskra grunnskólabarna og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Bergur Þorri Benjamínsson leggur fram eftirfarandi bókun:
"Grunnur að skólavistunarreglum Hafnarfjarðar byggja á ýmsum lögum sem Hafnarfjarðarkaupstaður ber að fylgja. Í þeim er sérstaklega tekið á þeim börnum búa á tveimur stöðum og eiga foreldra með sameiginlega forsjá. Sérstaklega var fjallað um þessi börn í skýrslu Innanríkisráðherra ?um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum.? Þar er ekki lagt til að heimila eigi tvöfalt lögheimili barna. Af þessu leiðir að ég sit hjá við þann kafla í skólavistunarreglum Hafnarfjarðarkaupstaðar."
Svar

Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir.

Þá tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen sem Adda María svarar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að verklagsreglum um skólavist grunnskólabarna.