Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 20.júní sl. eftirfarandi tillögu til bæjarráðs:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að gerð verði úttekt á ástandi byggingar Menntasetursins við Lækinn (gamla Lækjarskóla) og viðhalds- og endurbótaþörf metin og kostnaðargreind. Einnig verði unnar tillögur að framtíðarstarfsemi í húsinu.“
Svar
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir úttekt á ástandi byggingar Menntasetursins við Lækinn og kostnaðarmetin viðhalds- og endurbótaþörf verði lögð fram á næsta fundi ráðsins.