Stytting vinnuvikunnar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3508
22. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
17.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14.nóvember sl. Lögð fram tillaga Samfylkingar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun.
Tillaga 6 - Stytting vinnuvikunnar mál nr. 1806352
Á fyrsta fundi bæjarstjórnar í júní sl. lögðu fulltrúar Samfylkingar fram tillögu um undirbúning á tilraunaverkefni um styttingu vinnuviku. Þar sem tillagan hefur ekki hlotið afgreiðslu endurflytjum við hana hér og vísum til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun. Tillagan var svolhljóðandi:
Mikilvægt er að Hafnarfjarðarbær stuðli að aukinni samveru fjölskyldna með skrefum í átt að styttingu vinnuviku ásamt því að stuðla enn frekar að styttri vinnudegi barna með aukinni samþættingu skóla og frístunda. Fulltrúar Samfylkingar leggja til að hafin verði undirbúningur á tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar í stofnunum bæjarins.
Tillögunni er vísað til bæjarráðs.
Svar

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja umræðu og stefnumótun innan Hafnarfjarðarbæjar um mögulegar aðgerðir og útfærslu á styttingu vinnuviku sem tekur mið af ólíkum aðstæðum stofnana. Á fræðslusviði er nú þegar í undibúningi tilraunaverkefni um styttingu vinnuviku í leikskólum.