Fyrirspurn
17.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14.nóvember sl.Lögð fram tillaga Guðlaugar Kristjánsdóttur við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun:
Stytting vinnuviku hjá starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar, tilraunaverkefni (1806352):
Hafið verði verkefni um styttingu vinnuviku í samráði við stéttarfélög og starfsfólk bæjarins. Starfsfólk félagsþjónustu hefur þegar óskað eftir slíkri tilraun og fjallaði bæjarráð um þá tillögu á fundi sínum þann 20. apríl síðastliðinn. Var bæjarstjóra falið að taka málið til skoðunar (1803258 - Stytting vinnuvikunnar, erindi). Einnig verði tekið upp samtal við aðrar stofnanir bæjarins um mögulegan áhuga á sambærilegu verkefni. Þessari tillögu var vísað til bæjarráðs en ekki hefur verið fjallað um hana frá því hún var kynnt í ráðinu í júní. Í greinargerð með fjárhagsáætlun er sums staðar fjallað um stytta vinnuviku, helst á sviði fræðslumála. Þessi tillaga er hér með ítrekuð.