Tillagan fellur vel að stefnu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um fjölskylduvænar áherslur. Ljóst er að stytting vinnuvikunnar verður eitt af viðfangsefnum í komandi kjarasamningum.
Því er afgreiðslu tillögunnar frestað þar til niðurstaða kjarasamninga liggja fyrir. Þó er rétt að nefna að á fræðslusviði er nú þegar í undirbúningi tilraunaverkefni um styttingu vinnuviku í leikskólum.
Fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er miður að ekki séu tekin stærri og meira afgerandi skref á næsta ári í þessu mikilvæga máli að hálfu Hafnarfjarðarbæjar. Við ættum að hafa skýr markmið og ákveðið frumkvæði í málinu og gert sé ráð fyrr því í fjárhagsáætlun næsta árs. En að málið sé á dagskrá er jákvætt. Í Reykjavík eru fjölmargar stofnanir sem taka þátt í samskonar verkefni og hefur það mælst afar vel fyrir hjá starfsmönnum þeirra stofnanna og síður en svo dregið úr afköstum, vinnutíminn reynist ef eitthvað er betur nýttur með styttri vinnuviku auk þess sem það styður við aukna samveru fjölskyldna og skilar sér einnig í betri heilsu starfsmanna.