Samgöngusamningar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3509
6. desember, 2018
Annað
Svar

Fyrir liggur að í gildi er samgöngusamningur sem tók gildi árið 2013. Markmið hans var að hvetja starfsfólk bæjarins til að nota vistvænan og hagkvæman ferðamáta. Sá samningur felur í sér að starfsmenn sem undirrita samninginn geti keypt 12 mánaða strætisvagnakort á andvirði 9 mánaða korts. Jafnframt fær starfsmaðurinn aðgangskort í sund án endurgjalds í sundlaugar Hafnarfjarðar fyrir sama tímabil.
Bæjarstjóra er nú falið að meta möguleika og áhuga starfsmanna og stofnana bæjarins á frekari útfærslu á samgöngusamningum.

Fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun:
Til eru vísar að samgöngusamningum í stofnunum bæjarins og er það vel. Það er ljóst að um er að ræða mikilvægt lýðheilsu- og umhverfismál. Það er því miður að það séu ekki tekin meira afgerandi skref til að efla þá samninga sem til staðar eru. Mikilvægt hefði verið að ákvörðun um eflingu samgöngusamninga í stofnunum bæjarins hefði legið fyrir, fyrir seinni umræðu um fjárhagsáætlun næsta árs.

Bókanir og gagnbókanir
  • Fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun:
    Til eru vísar að samgöngusamningum í stofnunum bæjarins og er það vel. Það er ljóst að um er að ræða mikilvægt lýðheilsu- og umhverfismál. Það er því miður að það séu ekki tekin meira afgerandi skref til að efla þá samninga sem til staðar eru. Mikilvægt hefði verið að ákvörðun um eflingu samgöngusamninga í stofnunum bæjarins hefði legið fyrir, fyrir seinni umræðu um fjárhagsáætlun næsta árs.