Fyrirspurn
17.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14.nóvember sl.
Lögð fram tillaga Samfylkingar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun.
Tillaga 2 - Samgöngusamningar mál nr. 1806353
Á fyrsta fundi bæjarstjórnar í júní sl. lögðu fulltrúar Samfylkingar fram tillögu um að teknir yrðu upp samgöngusamningar við starfsfólk bæjarins. Þar sem tillagan hefur ekki hlotið afgreiðslu, endurflytjum við hana hér og vísum til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun.
Upphafleg tillaga var svohljóðandi:
Áhersla á lýðheilsu á að vera forgangsmál í hverju samfélagi. Mikilvægt er að Hafnarfjarðarbær gangi fram með góðu fordæmi og stuðli að aukinni lýðheilsu starfsfólks. Fulltrúar Samfylkingar leggja til að teknir verði upp samgöngusamningar við starfsfólk bæjarins. Það eflir lýðheilsu og styður við umhverfissjónarmið.
Tillögunni er vísað til bæjarráðs.