Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.okt.sl.
Þrastarverk ehf. leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar samkv. teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 19.7.2017. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 25. sept s.l. að heimila lóðarhafa að vinna að breyttu deiliskipulagi er varðar staðsetningu á bílakjallara, geymslu í kjallara í stað jarðhæðar og fjölga íbúðum um eina á sinn kostnað.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Brenniskarðs 1-3 verði auglýst og að málsmeðferð verði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auglýsa framangreinda deiliskipulagsbreytingu og að málsmeðferð verði í samræmi við framangreind lagaákvæði.