Brenniskarð 1-3, fyrirspurn
Brenniskarð 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 662
6. nóvember, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Lagt fram á ný leiðrétt erindi Jóns Guðmundssonar fh. Þrastarverks ehf. þar sem sótt er um að færa bílakjallara frá húsi nr. 1 og að húsi nr. 3 breyta skipulagi á bílastæðum og fjölga um eina íbúð í húsi nr. 3. Erindinu var vísað aftur til skipulags-byggingarráðs á fundi bæjarstjórnar þann 31.10. s.l.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að nýju að tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Brenniskarðs 1-3 verði auglýst og að málsmeðferð verði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auglýsa framangreinda deiliskipulagsbreytingu og að málsmeðferð verði í samræmi við framangreind lagaákvæði.

Fulltrúi Viðreisnar, Jón Garðar Snædal Jónsson, óskar eftir að fært sé til bókar:

1. Verði deiliskipulagsbreytingin samþykkt. Þá er eðlilegt að benda á það, að á deiliskipulagssvæðinu, þá hafa aðrir lóðarhafar þegar lagt í kostnað vegna jarðvinnu við það að koma fyrir bílakjallara. Við þessa deiliskipulagsbreytingu sem er nú til afgreiðslu, þá má eiga von á því að aðrir lóðarhafar óski eftir sömu deiliskipulagsbreytingu, sambærilegri þeirri sem nú er gerð tillaga að.
2. Einhverjir lóðarhafar hafa þegar lagt í kostnað vegna jarðvinnu við það að koma fyrir bílakjallara, þann kostnað vilja þeir væntanlega fá til baka, verði þessi breytingartillaga samþykkt. Það gæti leitt til skaðabótaskyldu fyrir Hafnarfjarðarbæ.
3. Búast má við að meiri kostnaður leggst á bæjarfélagið, ef lóðarhafar telja að jafnræðis á milli aðila hafi ekki verið gætt.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 213465 → skrá.is
Hnitnúmer: 10100711