Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3505
25. október, 2018
Annað
Fyrirspurn
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn.
4.tl. fundargerðar skipulags- og byggingaráðs 23. 10. 2018. Skipulags- og byggingarráð vísar tillögu að skipulagsverkefnum 2019-2022 til Bæjarráðs. Ráðið telur jafnframt að nauðsynlegt sé að ráðin sé lögfræðingur til Umhverfis- og skipulagsþjónustu. Skipulagsgerð og vinna tengdri henni er flókin og þarfnast oftar en ekki lögfræðilegrar yfirferðar. Viðkomandi lögfræðingur gæti verið hluti af lögfræðiteymi bæjarins.
1.tl. fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 24. 10. 2018. Umhverfis og framkvæmdaráð leggur til að aukið fjármagn, 110 milljónir, verði sett í eftirtalda rekstrarliði; Viðhald húsnæðis 31-111 Yfirlagnir 311-524 Sópun 31-571 Snjómokstur 31-582 Umhverfis og auðlindastefna, framkvæmdaáætlun, óstofnað verknúmer. 2 stöðugildi í þjónustumiðstöð Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að fjármagn til vatns og fráveitu verði aukið í samræmi við framlagt minnisblað dags. 10.10.2018. Heildarhækkun um 98,6 milljónir. Jafnframt er lagt til að verðskrá til stórnotenda vatns verði endurskoðuð í samræmi við framlagt exelskjal dags. 16.10.2018. Lagt er til að húsaleiga félagslega kerfisins verði hækkuð um 10%. Lagt er til að sorphirðugjöld verði hækkuð í samræmi við aukið þjónustustig við losun á blátunnum. Ráðið samþykkir framangreint með 4 atkvæðum. Fulltrúi Samfylkingar, Friðþjófur Helgi Karlsson, situr hjá. Fulltrúi Samfylkingarinnar, Friðþjófur Helgi Karlsson, óskar eftir því að eftirfarandi sé fært til bókar: Ég vil gera athugasemd við það hversu seint gögn eru framlögð er snúa að fjárhagsáætlunargerðinni að þessu sinni. Erfitt er einnig að gera sér grein fyrir heildarmyndinni þar sem m.a. fjárfestingaáætlun til næstu ára hefur ekki verið lögð fram. Varlega þarf að fara í hækkun á húsaleigu félagslegs húsnæðis. Um er að ræða viðkvæman hóp sem á erfitt með að mæta auknum álögum. 10% hækkun er of mikil hækkun á mínu mati. Ég er því mótfallinn henni. Fulltrúar Viðreisnar Þórey S. Þórsdóttir og Miðflokks Arnhildur Ásdís Kolbeins bóka eftirfarandi: Farið verði varlega í hækkanir í félagslega kerfinu og þær frekar teknar í áföngum en einu lagi. Framkvæmdaáætlun 2019 lögð fram. Boðað verður til aukafundar mánudaginn 29.10.2018 um fjárfestingar. Fulltrúi Samfylkingarinnar, Friðþjófur Helgi Karlsson, óskar eftir því að eftirfarandi sé fært til bókar: Vil ítreka athugasemdir mínar um það hversu seint gögn eru að berast ráðsmönnum. Fjárfestingaáætlun er að koma fyrst nú fyrir augu ráðsmanna. Það er óásættanlegt og gerir ráðsmönnum erfitt með að taka afstöðu til hennar. Fyrsta umræða um fjárhagsáætlun fer fram á fundi bæjarstjórnar næstkomandi miðvikudag þannig að tíminn er naumur. Fulltrúi Bæjarlistans, Helga Björg Arnardóttir, bókar eftirfarandi: Góð vinna við fjárhagsáætlun er mikilvægur hluti af vinnu kjörinna fulltrúa og að geta unnið málin í sátt og vel er grundvöllur fyrir góðri stjórnsýslu. Það að fá gögn svona seint og vera sniðinn þessi þröngi rammi fyrir umræðu og vinnslu fjárhagsáætlunarinnar er mjög slæmt og er vinnuháttur sem gengur ekki.

Svar

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Farið yfir forsendur í drögum að fjárhagsáætlun 2019-2020.