Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1828
12. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 6.júní sl. 3.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 22. maí sl. Lagðar fram lykiltölur fyrir fyrstu 3 mánuði ársins sem og breytingar í fjárfestingum 2019. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðar breytingar í fjárfestingum 2019 og vísar til bæjarráðs.
Lagður fram viðauki.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir framlagaðan viðauka og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Fulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá við afgreiðslu framlagðs viðauka og leggur fram eftirfarandi bókun: Framlögðum tillögum Samfylkingarinnar um uppbyggingu á leikskóla í Öldutúnsskólahverfi hefur ítrekað verið hafnað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra ákváðu þess í stað að stækka leikskólann Smáralund til að bregðast við skorti á leikskólaplássum í hverfinu. Nú hefur þeirri framkvæmd einnig verið frestað um óákveðin tíma þar sem lagt er til að lækka framlög til undirbúnings stækkunarinnar úr 15 m.kr. í 5 m.kr. Gert er ráð fyrir að viðbótarkennslustofa verði sett á lóðina sem gerir ráð fyrir 20 plássum til viðbótar en uppfyllir engan veginn þörfina sem fyrir er í hverfinu sem við síðustu samantekt voru rúmlega 100 pláss. Óskað er svara við því hvað eigi að rúmast innan þeirra 5 milljóna sem nú eru áætlaðar í stækkun leikskólans. Minnt er á að enn bíða þá foreldrar barna í Öldutúnsskólahverfi eftir að þessari mikilvægu nærþjónustu sé sinnt með viðunandi hætti innan hverfisins.
Adda María Jóhannsdóttir
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi: Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum 9. maí 2019 að kennslustofu verði komið fyrir á lóð Smáralundar. Við þá breytingu getur nemendum í Smáralundi fjölgað úr 50 í 70. Auk þess er rétt að benda á að nýr leikskóli í Skarðshlíð muni bæta við annarri deild í haust, til viðbótar við það sem áætlað var og opna tvær deildar í haust í stað einnar, alls 37 nemendur.
Svar

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Helga Ingólfsdóttir kemur til andsvars.

Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir. Adda María svarar andsvari.

Framlagður viðauki er samþykktur með 10 atkvæðum, bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.