Fornubúðir 5, skipulagsbreyting
Fornubúðir 5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 654
14. ágúst, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Með úrskurði ÚUA þann 12. júlí s.l. var samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á deiliskipulagi Suðurhafnar vegna Fornubúða 5 felld úr gildi. Jafnframt var samþykkt byggingarfulltrúans í Hafnarfirði frá 27 mars s.l. á umsókn um byggingu skrifstofu- og rannsóknarhúss sem tengist sjávarútvegi felld úr gildi.
Með vísan til úrskurðar ÚUA frá 12 júlí s.l. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 08.08.2018 er varðar breytingu á greinagerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 um landnotkunarflokk H. Lýsing skipulagsverkefnisins dags 19.07.2018 samanber 1. mgr. 30 gr. sömu laga var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 20.07.2018. Jafnframt lagt fram deiliskipulag lóarinnar Fornubúða 5 dags. 10.08.2018.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 08.08.2018 og deiliskipulagi Fornubúða 5 dags. 10.08.2018. Jafnframt er samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 31. gr. skipulagslaga 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010 er varðar deiliskipulag Fornubúða 5.

Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn Hafnarfjarða:
"Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 08.08.2018 og deiliskipulagi Fornubúða 5 dags. 10.08.2018. Jafnframt er samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 31. gr. skipulagslaga 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010 er varðar deiliskipulag Fornubúða 5."

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120505 → skrá.is
Hnitnúmer: 10030931