Fornubúðir 5, skipulagsbreyting
Fornubúðir 5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 723
15. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Þann 30 júní s.l. samþykkti skipulags- og byggingarráð erindi Batterí arkitekta dags. 23.06.2020, f.h. lóðarhafa þar sem farið er fram á breytingu á greinargerð gildandi deiliskipulags. Um er að ræða óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi og samþykkti skipulags- og byggingarráð að málsmeðferð yrði í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu var jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn sem staðfesti það á fundi sínum þann 16.07.2020. Erindið var grenndarkynnt frá 06.11.2020-04.12.2020. Athugasemd barst.
Deiliskipulagsbreytingin sem hér er sótt um felst í að 5. setning í gildandi greinargerð með deiliskipulaginu sem hljóðar eftirfarandi: „Á lóðinni er gert ráð fyrir fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast höfn, útgerð, hafrannsóknum og öryggismálum sjófarenda auk þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu."
Hljóðar eftir breytingu deiliskipulagsins eftirfarandi: „Á lóðinni er gert ráð fyrir fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast höfn, útgerð, hafrannsóknum og öryggismálum sjófarenda auk þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Að auki er fjölbreyttari landnotkun heimil, s.s. þjónustu- og menningarstarfsemi."
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að svara innkominni athugasemd.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120505 → skrá.is
Hnitnúmer: 10030931