Fornubúðir 5, skipulagsbreyting
Fornubúðir 5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1817
12. desember, 2018
Annað
Fyrirspurn
1. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.des. sl. Á fundi skipulags- og byggingarráðs 6. des sl. var skipulagsfulltrúa falið að svara framkomnum athugasemdum vegna breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði vegna lóðarinnar við Fornubúðir 5. Breytingin á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 felst í að ákvæði um Suðurhöfn, hafnarsvæði (landnotkunarflokk H), verði ítarlegri. Breyting á deiliskipulagi felst í orðalagsbreytingu í greinargerð til samræmis við breytingu á greinargerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025. Tillögur hafi verið auglýstar og athugasemdir bárust. Greinargerð skipulagsfulltrúa vegna athugasemda lögð fram.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu er varðar greinagerð ASH 2013-2025, um landnotkunarflokk H og deiliskipulagsbreytingu vegna Fornubúða 5. Jafnframt að málsmeðferð verði lokið í samræmi við 32. og 42.gr. skipulagslaga 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir aðalskipulagsbreytingu er varðar greinagerð ASH 2013-2025, um landnotkunarflokk H og deiliskipulagsbreytingu vegna Fornubúða 5 og að málsmeðferð verði lokið í samræmi við 32. gr. og 42.gr. laga 123/2010 vegna annars vegar breytingar á aðalskipulagi og hins vegar vegna breytingar á deiliskipulagi"
Fulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingarinnar og Viðreisnar fara fram á frestun á afgreiðslu lið 1 Fornubúðir 5, skipulagsbreyting, þar sem við teljum að ekki liggi fyrir nauðsynleg gögn í málinu. Við óskum eftir byggingarsögu Fornubúða 5, framkvæmdarleyfum, byggingarleyfum og öllum leyfum sem hafa verið ógild í málinu.
Fulltrúar Framsóknarflokks og óháðra og Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi:
Á síðasta fundi ráðsins var samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að taka saman svör við framkomnum athugasemdum. Þau svör hafa legið fyrir í nokkra daga og hafa ráðsmenn því fengið tíma til að fara yfir og meta þau svör og þær athugasemdir sem bárust ásamt öðrum gögnum sem lágu fyrir. Athugasemdir bárust frá rúmlega 60 aðilum, þar af voru tæp 40 athugasemdir samhljóma. Athugasemdir bárust frá byrjun október 2018 til 4. desember 2018. Þar sem skipulagstillögurnar voru endurauglýstar voru þær athugasemdir sem höfðu borist á fyrri stigum málsins hluti af heildarfjölda athugasemda.
Hér er annars vegar um að ræða aðalskipulagsbreytingu sem nær yfir allt svæðið en ekki einstaka lóð líkt og haldið hefur verið fram í umræðunni og kom m.a. fram í þeim athugasemdum sem bárust vegna málsins og hins vegar er um að ræða deiliskipulagsbreytingu vegna lóðarinnar Fornubúðir 5. Nú þegar á svæðinu er ýmis starfsemi á sviði þjónustu, framleiðslu, lista og menningar. Það er því bæði nauðsynlegt og sjálfsagt að opna/endurskilgreina landnotkunarflokk H með þessum hætti að teknu tilliti til þeirrar starfsemi sem reifuð hefur verið hér að ofan og til að tryggja að svæðið hafi áfram möguleika til að þróast og byggjast upp, bæjarbúum öllum til heilla.
Jafnframt er að nýju lagt til deiliskipulagsbreyting á lóð Fornubúða 5. Bendir meirihluti skipulags- og byggingarráðs á að hafnarstjórn og skipulags- og byggingarráð síðasta kjörtímabils voru sammála um þá breytingu sem hér er til umfjöllunar. Meirihluti núverandi hafnarstjórnar og skipulags- og byggingarráðs styður heilshugar þá tillögu sem hér liggur fyrir og tekur jafnframt undir framlögð svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum. Í ljósi alls þessa er engin forsenda fyrir frekari frestun á málinu.
Tillaga um frestun er felld með 3 atkvæðum á móti 2.
Fulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingarinnar og Viðreisnar mótmæla harðlega að ekki á að koma til móts við athugasemdir fjölmargra bæjarbúa við fyrirhugaða deiliskipulagsbreytingu vegna reits 4.1 í Suðurhöfn. Einnig að hafa að vettugi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar sem samþykkt var í bæjarstjórn 13. apríl, 2016 og unninn var í nánu samstarfið við íbúa og aðra hagsmunaaðila og lág til grundvallar meginmarkmiðum í samkeppni um hönnun Suðurhafnar. Nefna má þar sérstaklega heimild til mikillar aukningar byggingarmagns og hæð bygginga á reit Fornubúða 5, sem kann að verða fordæmisgefandi fyrir skipulag á hafnarsvæðinu. Við teljum mikilvægt að draga úr áætluðu byggingarmagni á lóðinni og takmarka hæð bygginga til að minnka skerðingu á útsýni og þær samræmist betur bæjarmynd Hafnarfjarðar. Í því efni bendum við á meginmarkmið samkeppnislýsingar á svæðinu sem auglýst var í byrjun árs 2018 en þar segir m.a. "Hæð og umfang nýrrar byggðar skal vera í góðri sátt við aðliggjandi byggð m.t.t. ásýndar og skuggavarps." Þá leggjum við áherslu á, eins og fjölmargir bæjarbúar, að áhrif uppbyggingar á Suðurhöfninni á nærliggjandi umferðargötur verði kannað nánar, en upplýsingar þar um eru ófullnægjandi. Hér hefur ekki verið vandað nægilega vel til verka og málið allt einkennst af flýti en hingað til hafa margar athugasemdir verið gerðar við málsmeðferð þessa með vísan í athugasemdir frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og Skipulagsstofnun ríkisins. Brýnt er að afgreiðsla á áðurnefndri deiliskipulagsbreytingu sé gerð í góðri sátt og samráði við íbúa Hafnarfjarðar og aðra hagsmunaðila.
Fulltrúar Framsóknarflokks og óháðra og Sjálfstæðisflokk bóka eftirfarandi:
Vísað er til fyrri bókunar á sama fundi og skal það ítrekað að tekið sé undir framlögð svör skipulagsfulltrúa við þeim athugasemdum sem bárust.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

Einnig tekur til máls Jón Ingi Hákonarson og leggur fram tillögu um að afgreiðslu málsins verði frestað.

Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Ólafur Ingi Tómasson kemur til andsvars og Adda María svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi. Adda María svarar andsvari öðru sinni. Þá kemur Jón Ingi Hákonarson til andsvars.

Forseti ber upp framkomna tillögu um frestun málsins og er hún felld þar sem 6 bæjarfulltrúar greiða atkvæði á móti tillögunni, 3 greiða atkvæði með tillögunni og 1 bæjarfulltrúi situr hjá.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir samhljóða aðalskipulagsbreytingu er varðar greinagerð ASH 2013-2025, um landnotkunarflokk H vegna Fornubúða 5 og að málsmeðferð verði lokið í samræmi við 32. gr. laga nr. 123/2010.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn með 6 atkvæðum deiliskipulagsbreytingu vegna Fornubúða 5 að málsmeðferð verði lokið í samræmi við 42. gr. laga nr. 123/2010. 4 bæjarfulltrúar greiða atkvæði á móti og einn bæjarfulltrúi situr hjá.

Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingarinnar og Viðreisnar gagnrýna að ekki hafi verið orðið við fresti á afgreiðslu málsins til að fulltrúar geti kallað eftir þeim gögnum sem óskað var eftir á fundi skipulags- og byggingaráðs, um byggingarsögu Fornubúða 5, framkvæmdarleyfum, byggingarleyfum og öllum leyfum sem hafa verið ógild í málinu.
Við mótmælum harðlega að ekki á að koma til móts við athugasemdir fjölmargra bæjarbúa við fyrirhugaða deiliskipulagsbreytingu vegna reits 4.1 í Suðurhöfn. Einnig að hafa að vettugi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar sem samþykkt var í bæjarstjórn 13. apríl, 2016 og unninn var í nánu samstarfið við íbúa og aðra hagsmunaaðila og lá til grundvallar meginmarkmiðum í samkeppni um hönnun Suðurhafnar. Nefna má þar sérstaklega heimild til mikillar aukningar byggingarmagns og hæð bygginga á reit Fornubúða 5, sem kann að verða fordæmisgefandi fyrir skipulag á hafnarsvæðinu.
Við teljum mikilvægt að draga úr áætluðu byggingarmagni á lóðinni og takmarka hæð bygginga til að minnka skerðingu á útsýni og að þær samræmist betur bæjarmynd Hafnarfjarðar. Í því efni bendum við á meginmarkmið samkeppnislýsingar á svæðinu sem auglýst var í byrjun árs 2018 en þar segir m.a. "Hæð og umfang nýrrar byggðar skal vera í góðri sátt við aðliggjandi byggð m.t.t. ásýndar og skuggavarps." Þá leggjum við áherslu á, eins og fjölmargir bæjarbúar, að áhrif uppbyggingar á Suðurhöfninni á nærliggjandi umferðargötur verði kannað nánar, en upplýsingar þar um eru ófullnægjandi.

Ekki hefur verið vandað nægilega vel til verka og málið allt einkennst af flýti en hingað til hafa margar athugasemdir verið gerðar við málsmeðferð þessa með vísan í athugasemdir frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og Skipulagsstofnun ríkisins.
Í meirihlutasáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra er áhersla lögð á íbúalýðræði, og stefnt að því að auka aðgang bæjarbúa að stefnumótun og ákvörðunum. Málsmeðferðin sem einkennt hefur þetta mál sýnir svo ekki verður um villst að þar er einungis um að ræða orð á blaði.

Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson
Guðlaug Kristjánsdóttir
Jón Ingi Hákonarson

Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Framsóknarflokks og óháðra og Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi:

Taka undir bókun meirihluta skipulags- og byggingaráðs frá því 10. desember 2018. Á síðasta fundi ráðsins var samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að taka saman svör við framkomnum athugasemdum. Þau svör hafa legið fyrir í nokkra daga og hafa ráðsmenn því fengið tíma til að fara yfir og meta þau svör og þær athugasemdir sem bárust ásamt öðrum gögnum sem lágu fyrir. Athugasemdir bárust frá rúmlega 60 aðilum, þar af voru tæp 40 athugasemdir samhljóma. Athugasemdir bárust frá byrjun október 2018 til 4. desember 2018. Þar sem skipulagstillögurnar voru endurauglýstar voru þær athugasemdir sem höfðu borist á fyrri stigum málsins hluti af heildarfjölda athugasemda.

Hér er annars vegar um að ræða aðalskipulagsbreytingu sem nær yfir allt svæðið en ekki einstaka lóð líkt og haldið hefur verið fram í umræðunni og kom m.a. fram í þeim athugasemdum sem bárust vegna málsins og hins vegar er um að ræða deiliskipulagsbreytingu vegna lóðarinnar Fornubúðir 5. Nú þegar á svæðinu er ýmis starfsemi á sviði þjónustu, framleiðslu, lista og menningar. Það er því bæði nauðsynlegt og sjálfsagt að opna/endurskilgreina landnotkunarflokk H með þessum hætti að teknu tilliti til þeirrar starfsemi sem reifuð hefur verið hér að ofan og til að tryggja að svæðið hafi áfram möguleika til að þróast og byggjast upp, bæjarbúum öllum til heilla.

Jafnframt er að nýju lagt til deiliskipulagsbreyting á lóð Fornubúða 5. Bendir meirihluti skipulags- og byggingarráðs á að hafnarstjórn og skipulags- og byggingarráð síðasta kjörtímabils voru sammála um þá breytingu sem hér er til umfjöllunar. Meirihluti núverandi hafnarstjórnar og skipulags- og byggingarráðs styður heilshugar þá tillögu sem hér liggur fyrir og tekur jafnframt undir framlögð svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum. Í ljósi alls þessa og fyrirliggjandi gagna er engin forsenda fyrir frekari frestun á málinu.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120505 → skrá.is
Hnitnúmer: 10030931