Fyrirspurn
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 30.06.2020 var samþykkt óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi og að málsmeðferð yrði í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu var jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn. Komið hefur í ljós misritun í orðalagi. Rétt orðalag hljóðar svona: "Á lóðinni er gert ráð fyrir fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast höfn, útgerð, hafrannsóknum og öryggismálum sjófarenda auk þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Að auki er fjölbreyttari landnotkun heimil, s.s. þjónustu- og menningarstarfsemi."