Fornubúðir 5, skipulagsbreyting
Fornubúðir 5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1811
19. september, 2018
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundergerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.september. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar mótt. 11.09.2018 vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Með vísan í athugasemdir skipulagsstofnunar eru lagðar fram lagfærðar tillögur að breyttu aðskipulagi og deiliskipulagi lóðarinnar að Fornubúðum 5 dags. 13.09.2018.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða lagfærða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 13.09.2018 og deiliskipulagi Fornubúða 5 dags. 13.09.2018. Jafnframt er samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar deiliskipulag Fornubúða 5.
Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn Hafnarfjarða: Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 13.09.2018 og deiliskipulagi Fornubúða 5 dags. 13.09.2018. Jafnframt er samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar deiliskipulag Fornubúða 5.
Svar

Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni og Adda María svarar andvari.

Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson.

Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Ágúst Bjarni kemur til andsvars. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 7 atkvæðu framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 13.09.2018 og deiliskipulagi Fornubúða 5 dags. 13.09.2018. Jafnframt er samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar deiliskipulag Fornubúða 5. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

Viðreisn bókar eftirfarandi

Viðreisn hefur áhyggjur af því að verið sé að skapa fordæmi með því að leyfa undanþágu frá þeirri heildasýn og forsendum sem samþykkt aðalskipulag hvílir á.
Mænishæð er áætluð rúmir 26 metrar sem er töluvert hærri en kveður á um í skipulagi. Breyta þarf bæði aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir einn verktaka. Bílakjallari er nauðsynlegur kostnaður ef af þessari byggingu verður og spurning hvað sú tæknilega framkvæmd kostar í heild sinni þar sem það krefst mikilla tæknilegra úrlausna þar sem um ræðir svæði sem sjór flæðir að. Kæra hefur komið fram vegna mænishæðar sem er þarft að hafa í huga vegna útsýnis bæjarbúa. Byggingarmagn fer án efa yfir leyfilegar heimildir miðað við lóðarstærð

Guðlaug Kristjánsdóttir gerir grein fyrri atkvæði sínu með svohljóðandi bókun:

Athugasemd Skipulagsstofnunar hefur verið til umfjöllunar hjá kjörnum fulltrúum í tvo sólarhringa, þ.e. annars vegar á aukafundi skipulags- og byggingaráðs mánudaginn 17. sept sl. og nú í bæjarstjórn í dag. Spurningum sem ég lagði fram í dag um málið var ekki svarað með fullnægjandi hætti og get ég því ekki greitt atkvæði með upplýstum hætti.

Adda María gerir einnig grein fyrri atkvæði sínu með svohjlóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingar ítreka fyrri bókanir sínar varðandi málsmeðferð og uppbyggingaráform á Fornubúðum 5

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120505 → skrá.is
Hnitnúmer: 10030931