Fyrir fundinum liggur eftirfarandi tillaga sem hefur fengið umræðu og afgreiðslu í skipulags- og byggingaráði og hafnarstjórn:
Deiliskipulagsbreytingin sem hér er sótt um felst í að 5. setning í gildandi greinargerð með deiliskipulaginu sem hljóðar eftirfarandi: „Á lóðinni er gert ráð fyrir fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast höfn, útgerð, hafrannsóknum og öryggismálum sjófarenda auk þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu.“
Hljóðar eftir breytingu deiliskipulagsins eftirfarandi: „Á lóðinni er gert ráð fyrir starfsemi sem fellur undir landnotkunina Miðsvæði (M) eins og hún er skilgreind í grein 6.2, lið b. í Skipulagsreglugerð.“
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir ofangreinda tillögu. Hér er um að ræða óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina Fornubúðir 5.