Fyrirspurn
Fyrirspurn lögð fram á fundi bæjarráðs 29.ágúst sl.
Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingarinnar.
Í árshlutareikningi Hafnarfjarðarhafnar fyrir janúar - júní 2019, sem birtur er með fundargerð Hafnarstjórnar dags. 28. ágúst 2019, á vef Hafnarfjarðarbæjar, kemur fram að skammtímakröfur á ?tengda aðila? hafa hækkað á milli ára, frá því að vera 238.639.515 í ársreikningi 2018 en eru 343.595.037 við sex mánaða uppgjör 2019.
Í svörum við fyrirspurnum frá fulltrúa Samfylkingarinnar í Hafnarstjórn kemur fram að um er að ræða millilán til bæjarsjóðs.
Í ljósi þessa óskar undirrituð eftir:
a) skýringum á þessari miklu hækkun milli ára, og
b) samantekt á slíkum millilánum til bæjarsjóðs úr hafnarsjóði í ársreikningum áranna 2014 - 2018 ásamt með 6 mánaða uppgjöri fyrir 2019.
c) upplýsingum um það hvort önnur B-hluta fyrirtæki bæjarins hafi veitt bæjarsjóði sambærileg lán á sama tímabili og þær fjárhæðir sem um kann að vera að ræða.
Adda María Jóhannsdóttir
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.