Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 686
8. október, 2019
Annað
Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að vinnu við endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 á fundi sínum þann 10.09.2019. Lögð fram drög að áherslum og tímaramma.
Svar

Drög að áherslum og tímaramma lögð fram til kynningar.
Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að vinna við endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar sé að hefjast og að allir flokkar í bæjarstjórn eigi aðkomu að þeirri vinnu. Í aðalskipulagi er stefna sveitarfélagsins mörkuð til næstu ára um landnotkun, náttúruvernd og þróun byggðar í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að í þessari vinnu náist breið samstaða og forsenda þess er gott samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að í upphafi vinnunnar verði gerð áætlun um fundi og kynningar meðal íbúa.
Fulltrúar meirihlutans taka undir með mikilvægi aðkomu allra flokka að gerð aðalskipulagsgerðarinnar. Meirihluti skipulags- og byggingarráðs hefur lagt áherslu á að gott samráð og kynningar verði á skipulagsferlinu eins og fram kemur í drögum að áherslum og tímaramma skipulagsfulltrúa. Lögð er áhersla á kynningu og samráð um skipulagsgerðina við íbúa sveitarfélagsins og aðra hagsmunaaðila.