Hamraneslína, framvæmdaleyfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1819
23. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.janúar sl.
Lagt fram erindi Landsnets dags. 01.10.2018 þar sem óskað er eftir að fá útgefið framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar fyrir breytingum á legu Hamraneslínu 1 og 2, 220 kV háspennulínu, með færslu þeirra á kafla við tengivirkið í Hamranesi að uppfylltum skilyrðum skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun staðfesti þann 7. jan. s.l. breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 sem bæjarstjórn hafði samþykkt þann 12. des. 2018 vegna færslu Hamraneslínu.
Með vísan í 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og umsókn Landsnets hf., dags. 1.10.2018, um leyfi til framkvæmda við breytingar á Hamraneslínu samþykkir skipulags- og byggingarráð framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti. Jafnframt leggur skipulag- og byggingarráð til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreint framkvæmdaleyfi með vísan til 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum að gefið verði út framkvæmdaleyfi vegna breytinga á legu Hamraneslínu 1 og 2 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.