Sjálfstæðisflokkur, Framsókn
Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins staðfestir að afgreiðsla bæjarráðs þann 8. ágúst 2018 á rammasamkomulagi um framkvæmdir á Kaplakrika hafi verið í samræmi við heimildir. Auk þess eru engar athugasemdir gerðar við fundarboðun og meðferð málsins á bæjarstjórnarfundi viku síðar. Ráðuneytið gerir heldur ekki athugasemdir við greiðslu á 100 milljónum króna samkvæmt rammasamkomulaginu þann 16. ágúst 2018, þar sem viðauki við fjárhagsáætlun hafi verið samþykktur í bæjarstjórn, 6 dögum síðar, þann 22. ágúst 2018. Ráðuneytið telur þó að réttara hefði verið að staðfesta viðaukann áður en greiðslan fór fram og verður það sjónarmið haft til hliðsjónar við afgreiðslu sambærilegra mála í framtíðinni. Er það mat ráðuneytisins að þessi ágalli hafi engin áhrif á lögmæti greiðslunnar og því sé ekki tilefni til frekari aðgerða í málinu.