Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.
Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Sigurður andsvari. Rósa kemur þá næst til andsvars öðru sinni. Þá næst kemur Ágúst Bjarni til andsvars við ræðu Sigurðar.
Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls og til andsvars kemur Ágúst Bjarni.
Þá tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Sigurður Þ. Ragnarsson situr hjá og kemur að svohljóðandi bókun:
Bókun bæjarfulltrúa Miðflokksins, Sigurður Þ. Ragnarssonar:
Í greinargerð með deiliskipulaginu segir: „Bílastæði eru nú staðsett 250 metrum frá stærsta útsýnispalli, en þangað liggur greiðfær stígur. Með því að færa bílastæði fjær bjarginu verður gangan að aðdráttaraflinu hluti af upplifun gesta og hljóð- og sjóntruflun frá bílaumferð á upplifun gesta lágmörkuð“.
Bæjarfulltrúi Miðflokksins gerir athugasemd við að færa eigi bílastæði fjær aðdráttaraflinu enda mikilvægt að bæði ungir sem aldnir, fatlaðir sem ófatlaðir eigi greiðan aðgang að þessu ótrúlega fallega svæði.