Lagt fram til kynningar.
Fulltrúi Samfylkingarinnar ítrekar að kæra íbúa við Brekkugötu og Suðurgötu til umhverfis- og úrskurðarnefndar vegna deiluskipulagsbreytinga á Dvegsreitnum minnir á mikilvægi náins samráðs við íbúa og íbúalýðræðis. Þá er mikilvægt að halda í einkenni gamalla húsa í miðbænum og nýbyggingar séu í samræmi við aðliggjandi byggð og þannig vernda einstaka bæjarmynd.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka eftirfarandi: Á síðasta kjörtímabili, þann 26. janúar 2016 var ákveðið að taka upp deiliskipulagsforsögn frá árinu 2013 og vísa henni til afgreiðslu í bæjarstjórn. Þessi ákvörðun var undanfari mikillar og vandaðrar vinnu um skipulagið sem nú er til umfjöllunar. Fulltrúar allra flokka í skipulags- og byggingarráði hafa staðið einhuga á bak við allar ákvarðanir og samþykktir um þennan reit. Síðasta afgreiðsla skipulags- og byggingarráðs um deiliskipulag reitsins var samþykkt af öllum viðstöddum fulltrúum í skipulags- og byggingarráði þann 10. júlí sl. og án athugasemda frá áheyrnafulltrúum. Því vekur það nú furðu að fulltrúi Samfylkingarinnar skuli hafa breytt afstöðu sinni í lok ferilsins.