Lækjargata 2 og Suðurgata 7, deiliskipulag, mál nr. 125/2018, kæra
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 663
20. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram kæra frá ÚUA þar sem ECOM lögmenn með bréfi dags. 9.10.2018 kæra f.h. ellefu einstaklinga deiliskipulagsbreytingu að Lækjargötu 2, Dvergsreit.
Svar

Lagt fram til kynningar.

Fulltrúi Samfylkingarinnar ítrekar að kæra íbúa við Brekkugötu og Suðurgötu til umhverfis- og úrskurðarnefndar vegna deiluskipulagsbreytinga á Dvegsreitnum minnir á mikilvægi náins samráðs við íbúa og íbúalýðræðis. Þá er mikilvægt að halda í einkenni gamalla húsa í miðbænum og nýbyggingar séu í samræmi við aðliggjandi byggð og þannig vernda einstaka bæjarmynd.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka eftirfarandi: Á síðasta kjörtímabili, þann 26. janúar 2016 var ákveðið að taka upp deiliskipulagsforsögn frá árinu 2013 og vísa henni til afgreiðslu í bæjarstjórn. Þessi ákvörðun var undanfari mikillar og vandaðrar vinnu um skipulagið sem nú er til umfjöllunar. Fulltrúar allra flokka í skipulags- og byggingarráði hafa staðið einhuga á bak við allar ákvarðanir og samþykktir um þennan reit. Síðasta afgreiðsla skipulags- og byggingarráðs um deiliskipulag reitsins var samþykkt af öllum viðstöddum fulltrúum í skipulags- og byggingarráði þann 10. júlí sl. og án athugasemda frá áheyrnafulltrúum. Því vekur það nú furðu að fulltrúi Samfylkingarinnar skuli hafa breytt afstöðu sinni í lok ferilsins.