Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra leggja til: Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna að stefnumótun í vistvænni hönnun á svæðum og lóðum sem eru til umfjöllunar á hverjum tíma hjá skipulagsyfirvöldum í Hafnarfirði. Þættir eins og umhverfisspor byggingarefna, umhverfisvænt og endurnýtt efnisval svo og lífsferilsgreining stærri framkvæmda eru atriði sem skipulagsyfirvöld og hönnuðir þurfa að taka tillit til með hliðsjón af minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda, bættu umhverfi og sjálfbærni í byggingariðnaði. Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu um tilhögun gerðar við stefnumótunina.