Ingi Tómasson tekur til máls og ber upp svohljóðandi tillögu að afgreiðslu málsins:
„Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir bókun skipulags- og byggingarráðs þar sem segir m.a.
„Í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og aukna umhverfisvitund almennings leggur skipulags- og byggingarráð til að tekin verði upp hvati til húsbyggenda þar sem umhverfið er sett í forgang.“
1. Bæjarstjórn samþykkir að sett verði í skipulagsskilmála skilyrði um djúpgáma á öllum uppbyggingarsvæðum. Auk þess verði gert verði ráð fyrir þeim við endurskoðun á skipulagsskilmálum í eldri hverfum.
2. Bæjarstjórn samþykkir að sett verði í skipulags- og úthlutunarskilmála tilvísun í grein 15.2.4 í byggingareglugerð um endurvinnslu úrgangs á framkvæmdastað og tekið upp sektarkerfi í samræmi við grein 2.9.2. í byggingareglugerð um að knýja fram úrbætur.
3. Bæjarstjórn samþykkir að minnsta kosti 20% byggingarefna í nýframkvæmdum skuli hafa umhverfisvottun.
4. Bæjarstjórn samþykkir að Hafnarfjarðarbær sýni fordæmi og móti sér stefnu um vottun allra nýbygginga á vegum sveitarfélagsins.
5. Bæjarstjórn samþykkir að innleiddir verði hvatar til að hvetja framkvæmdaraðila til þess fá Svansvottun, BREEAM vottun eða sambærilegt á nýbyggingar, meðal annars í formi afsláttar af lóðaverði. Bæjarstjórn samþykkir að afsláttur af lóðarverði vegna Svansvottaðs húss verði 20%. Einnig er lagt til að byggingar með Breeam einkunn "Very good" 55% fái 20% afslátt af lóðarverði og við Breeam einkunn "Excellent" 70% verði afsláttur af lóðarverði 30%.
6. Bæjarstjórn samþykkir að gjaldskrá Hafnarfjarðarkaupstaðar verði uppfærð samkvæmt samþykkt 5. liðar.
7. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að Hafnarfjarðarkaupstaður gerist aðili að Grænni byggð og greiði aðildargjöld samkvæmt 2. flokki.
Bæjarstjórn samþykkir að fela umhverfis- og skipulagsþjónustu framkvæmd á tillögum 1-5 og stjórnsýslusviði framkvæmd á tillögum 6-7.
Vísað er í skýringar í minnisblaði Mannvits dags. 20.5. 2019 „Vistvæna byggð: Tillögur að aðgerðum.“
Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og svarar Ingi Tómasson andsvari. Þá kemur Guðlaug til andsvars öðru sinni. Einnig kemur til andsvars Friðþjófur Helgi Karlsson. Næst kemur til andsvars Sigurður Þ. Ragnarsson og svarar Ingi Tómasson andsvari. Þá kemur Sigurður Þ. Ragnarsson til andsvars öðru sinni. Einnig til andsvars kemur Ágúst Bjarni. Þá kemur til andsvars Jón Ingi Hákonarson og Ingi svarar andsvari. Þá kemur Jón Ingi til andsvars öðru sinni sem Ingi svarar öðru sinni.
Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Einnig til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson. Guðlaug svarar andsvari. Sigurður kemur til andsvars öðru sinni sem Guðlaug svarar einnig öðru sinni.
Þá tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson.
Forseti ber upp framangreindar tillögu að afgreiðslu málsins sem Ingi Tómasson bar upp hér að framan. Er tillagan samþykkt samhljóða.
Sigurður Þ. Ragnarsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.