Skipulag og framkvæmdir, frá sjónarmiði um sjálfbærni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 677
21. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 29.01.2019 að boða til vinnufundar um skipulag og framkvæmdir frá sjónarmiði um sjálfbærni. Haldnir hafa verið þrír vinnufundir um skipulag og framkvæmdir, frá sjónarmiði um sjálfbærni. Lagt fram minnisblað Mannvits dags. 17.05.2019.
Svar

Í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og aukna umhverfisvitund almennings leggur skipulags- og byggingarráð til að tekin verði upp hvati til húsbyggjenda þar sem umhverfið er sett í forgang.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að afsláttur af lóðarverði/gatnagerðagjaldi vegna Svansvottaðs húss verði 20%. Einnig er lagt til að byggingar með Breeam einkunn "Very good" 55% fái 20% afslátt af lóðarverði/gatnagerðagjaldi og við Breeam einkunn "Excellent" 70% verði afsláttur af lóðarverði/gatnagerðagjaldi 30%. Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögur sem settar eru fram í minnisblaði um vistvæna byggð frá Mannvit, dags. 20.5. 2019 og leggur til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar. Skipulags- og byggingarráð leggur auk þess til við bæjarstjórn að Hafnarfjarðarbær gerist aðili að Grænni byggð og greiði aðildargjöld samkvæmt 2. flokki.

Verkfræðistofan Mannvit leggur til í minnisblaði sínu, dagsett 20.5.2019 að innleiddir verði hvatar til að hvetja framkvæmdaraðila til þess fá Svansvottun, BREEAM vottun eða sambærilegt á nýbyggingar, meðal annars í formi afsláttar af gatnagerðargjöldum eða lóðaverði.

Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu, í samstarfi við aðra sérfræðinga eftir þörfum, að skilgreina hvað átt er við með sambærilegum vottunum skv. ofangreindri málsgrein. Niðurstaða þessarar vinnu skal lokið um miðjan júní og tillögum skilað til ráðsins eigi síðar en 18. júní 2019.