Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að ferli vegna afsláttar af lóðarverði.
Það er sérstaklega ánægjulegt að Hafnarfjarðarbær sé fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að stíga þetta stóra skref í umhverfismálum. Hér er verið að koma á sérstökum hvata til húsbyggjenda þar sem umhverfið er sett í forgang og er það í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Auk þess er samþykktin og ferlið í samræmi við samþykkta umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðarkaupstaðar. Umhverfis- og auðlindastefnan var samþykkt þann 18. maí 2018 í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og þar segir m.a. í 4. kafla gr. 4.6:
„Hvatt verði til og stutt við byggingu vistvænna mannvirkja, samanber leiðbeiningar Vistbyggðaráðs og alþjóðlegra staðla.“