Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta 2019 verði 14,48%.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Fulltrúi Samfylkingar greiðir atkvæði gegn tillögunni og leggur fram svohljóðandi bókun:
Lögbundin verkefni sveitarfélaga eru fjölmörg og mikilvægt að þeim sé sinnt. Þar sem framlögð fjárhagsáætlun sýnir að ekki verði hægt að ráðast í öll þau verkefni sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir hafa fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn lagt fram tillögu um að útsvarshlutfall verði nýtt og fyrirhuguð lækkun á álagningarstofni fasteignaskatta á atvinnueignir verði endurskoðuð. Af þeim sökum samþykkir fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði ekki þessa tillögu.
Adda María Jóhannsdóttir