Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.
Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson. Til andsvars við máli Jóns Inga kemur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. Til andsvars við máli Jóns Inga kemur Kristín María og Jón Ingi svarar andsvari Kristínar Maríu.
Til máls tekur Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir.
Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir og til andsvars kemur Kristín María.
Bæjarstjórn samþykkir en Jón Ingi Hákonarson situr hjá.
Jón Ingi Hákonarson gerir grein fyrir afstöðu sinni og leggur fram eftirfarandi bókun:
Menntastefna Hafnarfjarðar sem unnið hefur verið að lungan úr kjörtímabilinu er ekki stefna heldur óskalisti. Það eru gríðarleg vonbrigði að ekki skuli liggja nothæf menntastefna.
Hér eru engar tímasettar aðgerðr til að takast á við þær áskoranir sem skólastarf í Hafnarfirði mun þurfa að takast á á næstu árum. Engar aðgerðir til að
- Takast á við málþroska og málskilning
- Hvernig skuli efla og einfalda stoðkerfi við börn með sérþarfir
- Hvernig auka eigi vægi listgreina og tæknigreina
- Hvernig fjölga eigi fagmenntuðu fagfólki í leik og grunnskólum
- Hvernig efla eigi frístundar og tómstundastarf
- Hvernig eigi að aðstoða starfsfólk með handleiðslu og starfsþróun
- Hvernig efla eigi nýsköpun í skólastarfi
- Hvernig eigi að auka fjölbreytta menntun
- Hvernig eigi að hanna skólabyggingar þannig að þær styðji við áskoranir ungs fólks eins og til dæmis einbeitingu
Það vekur athygli að enginn fulltrúi sjálfstæðra skóla voru í starfshópnum.